Orð um bókmenntir og útvarp fyrir 90 árum og nú

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í tilefni að því að 90 ár eru liðin frá fyrstu reglulegu útsendingu íslensks Ríkisútvarps sem þá var kalla Útvarpsstöð Íslands í Reykjavík er litið til vennsla útvarpsins og bókmenntanna í upphafi þessarar vegferðar. Í því samhengi les Stefán Eiríksson útvarpsstjóri brot úr fyrsta erindinu sem flutt var í útvarpið, sem Sigurður Nordal flutti og nefndi Útvarpið og bækurnar en engin upptaka er til á flutningi Sigurðar. Einnig eru lesin brot úr hugleiðingum annsrs vegar Helga Hjörvars og hins vegar Alexanders Jóhannessonar um íslenskt útvarp en þeir voru báðir í fyrsta útvarpsráðinu. Einnig heyrarst upphafstónar Gotneskrar svítu eftir León Boällman. Haukur Guðlaugsson leikur á orgel Egilsstaðakirkju árið 1976 sem og upphaf ævintýrisins Þegar drottningin á Englandi fór í orlof sitt eftir Jónas Hallgrímsson, Hildur Kalman les, upptaka af lakkplötu frá árinu 1930. Þá heyrast í þættinum Guðmundur Friðjónsson frá Sandi flytja ljóð sinn "Nú fölnar lyngbrekku fögur kinn sem og upplestur Huldu, Unnar Benediktsdóttur Bjarklind á lokaerendi ljóðs hennar Morgunljóð, hvort tveggja afrit af lakkplötum frá árinu 1942. Þá heyrist Steinn Steinar lesa ljóð sitt Kolumbus. í síðari hluta þáttarins má heyra brot úr upptöku af streymisútsendingu frá alþjóðlegri ljóðahátíð, Suttungi, sem fram fór á alnetinu 12/12 2020. Þar heyrist í ítalska ljóðskáldinu alessandro Burbank, Brynjólfi Þorsteinssyni sem les úr bók sinni Sonur grafarans, Angela Rawlings flytur ljóði Jöklar, Luke Allan flytur nokkur ljóð og Brynjar Gunnarsson og Kristín Ómarsdóttir hvort sitt ljóðið. Að lokum er rætt við driffjöður hátíðarinnar Ástu Fanneyju Sigurðardóttur. Lesrar í þættinum: Stefán Eiríksson, Björn Þór Sigbjörnsson og Gunnar Hansson.