Orð um bókmenntahátíð, tálknamöndru og unglinga á indígóflugför
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er rætt við Stellu Soffíu Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Fanneyju Benjamínsdóttur verkefnisstjora um hátíðina sem hefst 8. september. Einnig er í þættinum sagt frá tilnefningum Finna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Þetta eru annars vegar myndabókin Mitt bottenliv av en ensam axolotll eftir Lindu Bondestam og hins vegar unglingabókin Stormsumar eftir Siiri Enoranta. Lesarar: Gunnar Hansson og Rúnar Freyr Gíslason Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir