Orð um bækurnar sem voru lesnar árið 2022 og þær sem verða lesnar 2023
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er annars vegar rætt við tvo lestrarhesta, þau Ragnhildi Vigfúsdóttur markþjálfa og sagnfræðing og Sölva Halldórsson gagnrýnanda hjá Víðsjá og meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands um lestur þeirra á síðasta ári, bæði bækur sem þau lásu og aðferðirnar sem þau beittu við lesturinn. Hins vegar er rætt við Einar Kára Jóhannsson, einn þeirra fjögurra sem eru í forsvari fyrir Unu útgáfuhús, líklega er yngsta forlag landsins, gaf út sína fyrstu bók í febrúar 2019. Einar Kári ræðir um jólabókaflóð fyrr og nú um bækurnar sem komu út á síðasta ári og einnig svolítið frá þeim bókum sem í vændum eru hjá hans forlögum, en auk þess að vera útgefndi hjá Unu útgáfuhúsi er Einar Kári verkefnastjóri hjá Sögufélaginu sem einnig gefur út bækur.