Orð um bækur ungra höfunda

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Þrír ungir höfundar eiga sviðið í þættinum Orð um bækur að þessu sinni. Rætt er við Fríðu Ísberg um nýtt smásagnasafn hennar, Kláði, og við Sverri Norland sem sendi frá sér fimm bækur í knippi á verði einnar, eins og það heitir gjarna í auglýsingum. Þau Fríða og Sverrir segja frá bókum sínum og lesa stutta kafla. Einnig heyrist í Hauk Ingvarssyni sem þann 24. október fagnaði verðlaunaljóðabók sinni Vistarverur í Bókabúð Pennans Eymundsson. Þátturinn Orð um bækur gerðist fluga á vegg.