Orð um bækur um ósegjanlega hluti, grát, hlátur og skrítin orð
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er rifjaður upp ferill Svövu Jakobsdóttur sem hefði orðið 90. ára 4. október síðastliðinn og gerð tilraun til að huga að samhengi í bókmenntasögunni. Rætt við Gerði Kristnýju skáld um verk Svövu og um nýútkomna barnabók Gerðar Kristnýjar Iðunn og afi pönk. Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Norðmanna til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem eru bækurnar Når er jeg gammel nok till å skyte faren min? (Hvenær verð ég nógu gamall til að skjóta pabba minn) eftir Åse Ombustvedt og Draumar betyr ingenting (Draumar hafa enga merkingu) eftir Ane Barmen. Einnig sagt frá tilnefningu samíska málsvæðisins til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, ljóðabókinni Såle eða Il eftir Niilas Holmberg. Lesarar í þættinum eru: Kristján Guðjónsson, Þórhildur Ólafsdóttir og Leifkur Hauksson.