Orð um bækur um lífsins stríð og önnur stríð fyrr og nú
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er rætt við Guðrúnu Hannesdóttur ljóðskáld um ljóðbók hennar Spegilsjónir sem kom út síðsumars hjá bókaútgáfunni partus. guðrún les nokkur ljóð úr bókinni, „lúðurhljómur“; „leiðarvísir“; „afsökunarbréf til Jónasar“; „hér“ og titilljóðið „ spegilsjónir“. Einnig er sagt frá tilnefningum Svía til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 sem eru skáldsagan W eftir Steve Sem-Sandberg sem fjallar um fótgönguliðann Woyseck sem árið 1821 varð ástkonu sinni að bana og síðar dæmdur til að hálshöggvast.Enn þann dga í dag eru réttarskjöl þessa máls aðgengileg og þau notfærði Steve Sem-Sandberg sér við gerð skáldsögu sinnar líkt og þýska leikritaskáldið Georg Büchner gerði við skrif leikrits síns Woyzeck tvö hundruð árum fyrr. Sagt er frá þessum viðamikla þætti fótgönguliðans Woyzecks í mennningarsögunni, einkum þó bók Steves Sem-Sandbergs. Hin bókin sem Svír tilnefna er í raun tvær bækur, tvöföld ljóðabók ljóðskáldsins Johann Jönson marginalia/exterminalia.Í þættinum er rætt við Eirík Örn Norðdahl ljóðskáld sem þekkir vel til sænskrar ljóðlistar og aukin heldur Johan Jönsson. Lesin eru brot úr báðum þessum verkum sem Svíar tilnefna. Lesari: Jóhannes Ólafsson