Orð um bækur um glæpi
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Orð um bækur um glæpi, fólk sem fremur þá, fólk sem rannsakar þá og fólk sem skrifar um þá Það eru glæpasögur á dagskrá þáttarins Orð um bækur að þessu sinni. Þann 10. júní 2020 tók Sólveig Pálsdóttir við Blóðdropanum, íslensku glæpasagnaverðlaununum árið 2020 fyrir bestu glæpasögu ársins 2019. 20 bækur voru tilnefndar og varð skáldsaga Sólveigr Fjörtrar hlutskörpust. Í þættinum er rætt við Solveigu m.a. um ástæður þess að hún fór skyndilega skrifa glæpasögur en einnig um glæpasögur almennt og hennar eigin sérstaklega en Fjötrar er fimmta glæpasagan sem Sólveig sendir frá sér. Þá er í þættinum rætt við Ármann Jakobsson en nýlega kom út þriðja glæpasaga hans þar sem sérstakt morðdeildarteymi tekst í hverri bók á við nýtt glæpamál. Í skáldsögunni Tíbrá segir frá veiðiferð þriggja félaga sem ekki endar eins og upp var lagt með enda fær morðdeildarteymi fljótlega afar snúið mál að fást við. Ármann er einnig þýfgaður um ástæður þess að miðaldafræðingu einhendir sér í að skrifa samtímaglæpasögur.