Orð um bækur tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er að þessu sinni sagt frá fjölmörgum bókum sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta eru tilnefningar Svía sem og Færeyinga og Álendinga til hinna gamalgrónu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Einnig er sagt frá tilnefningum Finna og Álendinga til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Noðurlandaráðs. Þá er einnig lítillega fjallað um tilnefningar Íslendingar en um þær bækur allar hefur áður verið fjallað í þættinum Orð um bæku. Þetta eru Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur og ljóðabókin Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson. Til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandráðs tilnefna Íslendingar Vertu ósynilegur - Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Skrýmsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Svíar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ljóðabókina Tapeshavet eftir Gunnar D. Hansson og skáldsöguna eða öllu heldur endurminningarnar eða sjálfsævisöguna Doften av en mann eftir Angete Pleijel. Álendingar tilnefna sögulega skáldsögu um glæp Algot eftir Carinu Carlsson og Færeyingar ljóðabókina Gudahovud eftir Jóanes Nielsen. Barnabækurnar sem Finnar tilnefna eru Kisan með garnirnar gaulandi eftir Magdalenu Hai og Teemu Juhani, sem teiknar myndirnar. Finnar tilnefna einnig Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson og er sú bók einnig tilnefnd af Állendingum. Umsjónarmenn þáttarins eru Jórunn Sigurðardóttir og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Lesarar: Þórhildur Ólafsdóttir og Jóhannes Ólafsson.