Orð um bækur til að hlusta á og glaðlega ljóðabók með nokkrum trega
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá líklega fyrstu íslensku skáldsögunni sem sérstaklega er samin fyrir hljóðbókastreymisveitu. Þetta er hrollvekjan ó Karítas eftir Emil Hjörvar Pedersen. Rætt er við Emil Hjörvar um söguna og um það að skrifa hljóðbók. Emil Hjörvar les lítið brot úr byrjun sögunnar. fyrir viðtalið við Emil er rætt við Gísla Sigurðsson rannsóknarprófessor við Árnastofnun um munnlegar frásagnir. Kveikjan að samtalinu var grein í þýska vikuritunu Die Zeit þar sem menningarblaðamaðurinn Alexander Camman heldur því fram að nú sé að halla undna fæti sigurgöngu myndmálsins, the iconic turn og hin munnlega frásögn og samtalið , the oral turn sæki á. Undir lok þáttarins er svo rætt við Hjördísi Kvarn Einarsdóttur sem á síðasta ári sendi frá sér ljóðabókina Urð. Rætt er við Hjördísi og hún les ljóðin Ef, Stundum og Sorg. Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir