Orð um bækur og höfunda á jaðrinum
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum Orð um bækur er að þessu sinni sagt frá skáldsögunn Girl, Woman, Other eftir breska rithöfundinn Bernadine Evaristo sem ættir að rekja til Nígeríu. En Bernadine Evaristo fékk ásamt kandíska rithöfundinum Margaret Atwood bresku Bookerverðlaunin haustið 2019. Bókin segir sögu tólf svartra kvenna af ólíkum stéttum, menningarlegum uppruna, kynhneigð og svo framvegis. Sagt er frá höfundinum og innhald bókarinnar, sem orðið hefur ægivinsæl í kjölfar eflingar Black Lives Matter hreyfingarinnar á síðustu mánuðum. Þá er í þættinum byrjað að kynna bókmenntaverkin sem tilnefnd eru til Bóikmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á dagskrá þáttarins að þessu sinni eru tilnefningar Dana, ljóðabókin Yahya Hassan2 eftir Yahya Hassan og skáldsagan HHV FRSHWN - Dödsknaldet í Amazonas eftir Hanne Höjgaard Viemose. Sagt er frá báðum þessum bókum. Nokkur ljóð Yahya Hassans í snörun umsjónarmanns eru lesin og einnig brot úr bók Hanne Höjgaard Viemose. Þá er leikið bort úr viðtali sem þáttastjórnandi átti við rithöfundinn Hanne Höjgaard Viemose árið 2016 í tengslum við skáldsögu hennar Mado. Einnig heyrist í Eiríki Erni Norðdahl sem Eiríkur Guðmundsson ræddi við í Víðsjá í apríl árið 2020 þegar frést hafði að Yahya Hassan hefði fundist látinn á heimili sínu. Í upphafi þáttar heyrist Kristin Ómarsdóttir flytja ljóð sitt Ullarhjarta úr ljóðabókinni ... lokaðu augunum og hugsaðu um mig frá árinu 1998. Upptaka úr rafrænu útgáfuboði í tilefni útgáfu á ljóðasafni Kristínar Ómarsdóttur KÓ í ritstjórn Valgerðar Þórodssdóttur, útgefandi Partus. Lesarar Eva Rún Þorgeirsdóttir og Jóhannes Ólafsson