Orð um bækur og ferðalög í og með bókum

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er rennt í gegnum listaverkabókin Gjöfin til íslenskrar alþýðu og hvatt til ferðalags í Listasafn Árnesinga til að skoða sýningu á allmörgum verkanna sem bókin fjallar um. Þá er leikið brot úr upptöku sem gerð var í Mengi 26. júní 2019 þegar una útgáfuhús heiðraði minningu Arnfríðar Jónatansdóttur með ljóðakvöldi þar sem komu fram skáldkonurnar Vilborg Dagbjartsdóttir sem las ljóð Arnfríðar „Lát kvarma skýla,“ Linda Vilhjálmsdóttir sem las ljóðið „Sjólag“ og „Fyrirmæli höfundar" eftir sjálfa sig. Bergþór Snæbjörnsdóttir las tvö erendi úr ljóðinu „Læstir dagar" eftir Arnfríði ogupphaf ljóðabókar sinnar Flórida frá árinu 2017. Fríða Ísberg las og túlkaði ljóðið „Á strætum" eftir Arnfríði og síðan óbirt ljóð eftir sjálfa sig „Kelling". Brynja Hjálmsdóttir las ljóðið „kvöld" eftir Arnfríði og ljóð án titils eftir sjálfaa sig. Að lokum flutti Gerður Kristný ljóðið „Haust" eftir Arnfríði og brot úr eða af Sálumessu eftir sjálfa sig. Þá var í þessum pistli einnig flutt brot úr ljóði Arnfríðar „ Barn vildi byggja" og ljóðið "Draumur" eftir Vilborgu Dagnbjartsdóttur. Að lokum var spáð í svokallaðan langa lista Bookerverðlaunanna þar sem 13 bækur eru tilnefndar. Styttri listinn verður svo afhjúpaður í næst mánuði en verðlaunin sjálf verða veitt í október.