Orð um bækur í beinni útsendingu klukkan þrjú frá Bókamessu í Hörpu
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Klukkan fimmtán eða klukkan þrjú á morgun laugardag verður þátturinn Orð um bækur sendur út beint á Bókamessunni í Hörpu. 23. desember. Klukkan þrjú eða 15:00 í Rímu B verða pallborðsumræður með þremur ungum skáldum, þeim Pedro Gunnlaugi Garcia sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu Málleysingjarnir, Brynja Hjálmsdóttir var sömuleiðis að senda frá sér sína fyrstu bók, ljóðabókina Okfruman. Þeim til halds og traust í umræðunni um eigin verk verður reynsluboltinn Jónas Reynir Gunnarsson sem nýverið sendi frá sér sína fimmtu bók, ljóðabókina Þvottadagar. Klukkan hálf-fjögur eða kl. 15:30 setjast svo þrjár skáldkonur af þremur kynslóðum í nýtt pallborð og segja frá nýjum verkum sínum. Þetta eru Vigdís Grímsdóttir sem mætir með bókina Systu bernskunnar vegna, Soffía Bjarnadóttir hefur með sér Hunangsveiði og Fríða Ísberg mætir með Leðurjakkaveður. Inni á milli verður svo reynt að miðla stemningunni á Bókamessu í Flóanum í Hörpu laugardaginn 23. nóvember