Orð um bækur ársins 2019

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er litið yfir síðasta bókaár á Íslandi og einkum hugað að frumsömdum, íslenskum bókum. Sjaldan erða aldrei hafa komi út jafnmargar bækur á einu ári, nýjar íslenskar skáldsögur og smásagnasöfn voru á sjöunda tuginn og og fjöldi nýrra ljóðabóka slagaði hátt um þann fjölda. Ti að ræða hvort einhver verk hefðu óumdeilanlega staðið upp úr og þá hver og hvort eitthvað sérstakt hafi einkennt umfjöllunarefni og aðferðir íslenskra rithöfunda árið 2019 mættu í hljóðstofu þau Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, rithöfundur og blaðamaður, Katrín Lilja Jónsdóttir sagnfræðingur, bóksali og umsjónarmaður vefsins Lestrarklefinn og Sverrir Norland skáld og útgefandi sem í vetur hefur einnig verið einn af gagnrýnendum Kiljunnar. Í þættinum heyrist líka Steinunn Sigurðardóttir lesa ljóð sitt Sjónarsviptir 1 úr ljóðabókinni Dimmumót sem kom út árið 2019.