Orð um bækur á fullveldisafmæli

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er í tilefni dagsins rætt við þrjá unga rithöfunda, Dag Hjartarson, Fríðu Ísberg og Ævar Þór Benediktsson, um framtíð bókmenntanna í stöðugt háþróaðri stafrænum heimi, hvað verði skrifað um á annarri öld fullvalda Íslands og fleira. Einnig er rætt við skáldið Sjón um innflytjendabókmenntir og við Karl Ágúst Úlfsson formann Rithöfundasambands Íslands um framtíð bókmenntalífsins á Íslandi, samvinnu allra sem stunda skapandi skrif fyrir hvaða miðil sem er sem og um bókmenntir nýrra Íslendinga á nýrri fullveldisöld sem enn sem komið er einkennist m.a. af fjölmenningu.