Orð um barnabækur
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum mæta í bókaspjall rithöfundarnir Ævar Þór Benediktsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir sem undanfarna tvo áratugi hafa einbeitt sér að því að skrifa bækur fyrir börn. Þau segja frá því hvernig þau byrjuðu að skrifa fyrir börn, hvað þau skrifa um, hvað er erfitt og hvað skemmtilegt við þeirra starf auk þess sem þau segja frá nýútkomnum bókum sínum sem í sumum tilvikum eru fleiri en ein og fleiri en tvær bara á yfirstandandi ári. Þau lesa líka úr bókunum Ævar Þór les úr skáldsögu sinn Þín eigin undirdjúp, Kristín Helga les úr Fíasól og furðusaga um krakka með kött í maga og Bergrún Íris les úr lofsöng sínum til bókarinnar en sú bók heitir Töfralandið. Áður en spjallið hefst er rætt við Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur um nýja skáldsögu hennar Nornasaga 2 Nýársnótt.