Orð um ást og eyðileggingu, börn og jörð

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er að þessu sinni rætt við tvær skádkonur. Annars vegar við Helen Cova sem fæddist í Venesúela en hefur síðan ferðast um heiminn og er nú sest að á Íslandi. Helen er ein af fjölmörgurm íslenskum rithöfundum sem skrifa skáldskap sinn ekki á íslensku og sendi nýlega frá sér örsagnasafnið Sjálfsát. Að éta sjálfan sig í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Rætt er við helen og Þórhildur Ólafsdóttir les tvær örsögur: Sveðjan og Geimfari. Í þættinum er svo líka rætt við Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem fydrir stuttu sendi frá sér sína þriðju skáldsögu sem heitir Eldarnir og fjallar um elda bæða innra með manneskjunni og iðrum jarðar. Þá er minnst á þau gleðilegu tíðindi að í síðustu viku var harðspjaldabók með myndum eftir Áslaugu Jónsdóttur tilnend til Fjöruverðlaunanna. Sagt er lítillega frá bókinni og minnt á mikilvægi bóka fyrir yngsu bókaormana. Áslaug les örlítið bort úr texta bókarinnar, upptaka af youTube myndbandi.