Orð um alls konar í alls konar bókum og alls konar skáldskap

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er að þessu sinni flengst víða.Á dagskrá er pistill frá Danmörku, pólsktt/íslenskt útgáfuhóf, hlerað inn á ráðstefnu um barnabókmenntir og kíktá nýjan samkomustað bókanna. Í þættinum er rætt við Dagnýju Maggýardóttur og Kikku KM Sigurðardóttur um Bókasamlagið sem þær opnuðu nýlega í Skipholti 19. Þar má drekka kaffi og fá sér hafragraut, skrifa bækur og gefa þær út, selja bækur og kaupa, lesa upp og búa til hlaðvörp og hljóðbækur. Þá heyrist upptaka frá hófi sem haldið var í Bókabúð Más&Menningar í tilefni útgáfu bókarinnar Ísland pólerað eftir Ewu Marcinek. Einnig hugað að árlegri ráðstefnu um barnabókmenntir, sem haldin varí Gerðubergi þann 5. mars síðastliðinn og bar yfirskriftina Alls konar öðruvísi. Í þessum þætti er hugað að tveimur fyrsrilestranna sem haldnir voru og leikin stutt brot úr þeim. Þetta voru annars vegar fyrirlestur Þórunnar Rakelar Gylfadóttur um þroskasögur skáldsagnapersóna og höfunda þeirra og tregðulögmáli og úr fyrirlestri Ötlu Hrafneyjar myndasöguhöfundar og formanns íslenska myndasögusamfélagsins um fjölbreytileika og myndasögur. Fyrirlestrar þeirra Wverris Norlands og Þórdísar Gísladóttur verða á dagskrá þáttarins að viku liðinni. Aö lokum er á dagskrá þáttarins pistill Veru Knútsdóttur bókmenntafræðings um dönsku skáldsöguna Tyveri eftir Thomas Korsgaard sem fékk gullna lárviðiinn verðlaun danskra bóksala. Umsjónarmaður: jórunn Sigurðardóttir