Orð um allar bækurnar árið 2018

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þessum fyrsta þætti ársins er horft um öxl á nýliðið bókmenntaárið 2018 á Íslandi, Sunna Dís Másdóttir, Soffía Auður Birgisdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson og Einar Kári Jóhannsson ræða um það sem hæst bar, það sem varð undir í flóðinu, um bækur sem nýliðna fortíð að sögusviði og bækur sem gerast einmitt hér og nú sem og svolítið um fræðibókaútgáfu og barnabækur. Einnig eru nokkrir vegfarendum í Kringlunni á fyrsta degi ársins spurðir út í jólabækur sínar.