Orð um alþjóðlegan dag ljóðsins

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Þátturinn er helgaður ljóðlistinni enda var ljóðinu fagnað á árlegum alþjóðlegum degi ljóðsins. Í þættinum heyrist Gerður Kristný flytja upphaf ljóðabókar sinnar Drápu, upptka Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur á Youtube á alþjóðlegum degi ljóðsins. Þá var rætt við Anton Helga Jónsson sem á alþjóðlegum degi ljóðsins í vikunni opnaði formlega nýja heimasíðu https://www.anton.is þar sem nú má lesa allar bækur sem Anton Helgi hefur gefið út. Anton Helgi las eitt ljóð í tilefni dagsins „Samræða á degi ljóðsins" Þá var gerð tilraun til að miðla ljóðastund með svikaskáldum sem haldin var á Slippbarnum á degi ljóðsins. Svikaskáldin Þóra Hjörleifsdóttir, Þórdís Helgadóttir, Fríða Íslber og Sunna Dís Másdóttir. Þær lásu upp ljóðin Fullkomnun og Svik eftir sjálfa sig. Þóra Hjörleifsdóttir las þýðingu sína á tveimur ljóðum eftir Mario Oliver, Sumardagurinn; Ég þekki eina. Þórdís Helgadóttir las þýðingu sína á ljóði eftir Joe Shapcott: Um dauða. Sunna Dís Másdóttir las þýingu Olgu Holovinu á ljóði Evu Lipsku Hús. Fríða Íslber las ljóðið Aplicant eftir Silviu Plath á ensku og þýðingu sína á ljóðinu Króna eftir Paul Celan. Þá lásu Anton Helgi Jónsson, Sigrún Sigmarsdóttir, Sigrún Björnsdóttir og tvö skáld til viðbótar sem tóku þátt í þessari ljóðasköpunarstund svikaskálda eitt ljóð sem hvert sem orðið hafði til á þessu kvöldi. Að lokum mátti heyra Steinunni Sigurðardóttur lesa ljóð sitt Tvennt lengst að austan. Upptakan gerð í Reykholtskirkju árið 2017 þegar Steinunn tók við ljóðaverðlaunum Guðmundar Böðvarssonar.