Orð um að fóta sig í lífinu og um sænska karlmennsku
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum Orð*um bækur er að þessu sinni rætt við Berglind Ósk Bergsdóttir sem íi vikunni sendi frá sér smásagnasafnið Breytt ástand en áður hefur Berglind Ósk sent frá sér tvær ljóðabækur Berorðað (2016) og Loddralíðan (2021). Berglind les brot úr sögunni Kaffiþjónusta úr bókinni. Þá er í þættinum rætt við Linu Karlmteg bókmenntagagnrýnanda og bókmenntaþáttagerðarkonu hjá sænska útvarpinu, SR um bækurnar sem Svíar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norurlandaráðs. Bækurnar sem Svíar tilnefna árið 2022 eru báðar stuttar skáldsögur og fjalla þær báðar um karlmennsku þótt með ólíkum hætti sé. Þetta eru annars vegar nóvellan Löpa varg (Hlauptu úlfur) eftir Kerstin Ekman og hins vegar Den dagen den soregn (Sá dagur sú sorg) eftir Jesper Larsson. Lesið er stutt brot úr Löpa varg í snörun umsjónarmanns. Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir Lesari: Gunnar Hansson