Orð nýjar bækur og ekki svo gamlar
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þessum fyrsta þætti ársins er hugað að fyrstu bókum ársins 2020 en í vikunni komu út tvær nýjar bækur eftir tvo nýja höfunda. Í upphafi þáttar er farið í útgáfuhóf þar sem Karítas Hrundar Pálsdóttir fagnaði smásagnasafni sínu Árstíðir. Höfundur segir stuttlega frá bókinni sem ber undirtitilinn „sögur á einföldu máli" og les tvær sögur. Undir lok þáttar er svo rætt við Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttir en fyrsta skáldsaga hennar Plan B kom einnig út í vikunni og er þar með fyrsta skáldsaga ársins 2020. Tvær ungar konur og tvær óivenjulegar bækur, eins og reyndar kannsk allar nýjar bækur. Í miðju þáttarins er svo gaumgæft hvaða athyglisverðu bækur litu dagsins ljós í upphafi nýliðins árs og heyrist í því samhengi í íslensk-palestínska rithöfundinum Mazen Maroug en íslensk þýðing smásagnasafns hans Brandarar handa byssumönnunum kom út í jánúarmánuði árið 2019, einnig í janúarmánuði kom út hjá Háskólaútgáfunn og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur út yfirlitsrit yfir allar þýðingar á ljóðum Pablo Neruda sem birst hafa í íslenskri þýðingu í gegnum tíðina. Í því samhengi heyrist í ritstjóra bókarinnar Hólmfríði Garðarsdóttur prófessors í spænsku við Háskóla Íslands að lokum er minnt á að ljóðabókin Undrarýmið eftir Sigurlín Bjarney Gísladóttur kom út á vormánuðum ársins 2019 og vakti talsverða athygli. Leifur Hauksson les tvo ljóð eftir Neruda "Ekkert Annað í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og brot ú Canto general í þýðingu Dags Sigurðarsonar. Einnig heyrðist Hólmfríður Matthíasdóttir les brot úr sögunni Bíó úr samasagnasafninu Brandrar handa byssumönnunum eftir Mazen Marouf í þýðingu Ugga Jónssonar.