Ljóðabækur, nóvella og tilnefningar Barna- og unglingabókmennta

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Rætt er við þær Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur og Melkorku Ólafsdóttur um ljóðabækur þeirra sem komu út á síðasta ári. Hérna eru fjöllin blá eftir Melkorku og Sítrónur og náttmyrkur eftir Ragnheiði Hörpu. Þá er rætt við Stefán Mána um nýja nóvellu hans Mörgæs með brostið hjarta. Einnig sagt frá tilnefningum til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og tilkynningu um handhafa ALMA verðlaunanna (Minningarverðlauna Astridar Lindgren) árið 2020 sem er kóreanski bókaskreytarinnn og rithöfundurinn Beak Heena.