Ljóð um jarðskjálfta, Bráð og bandarísk ljóðlist með rætur í Afríku

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum flytur Sigurlín Bjarney Gísladóttir ljóð eftir sig um jarðskjálfta og önnur áföll sem birtist fyrir mánuði síðan í Ljóðabréfi Tunglsins númar 3. Einnig rætt við Yrsu Sigurðardóttur sem föstudaginn 12. mars tók við verðlaunum Hins íslenska glæpafélags fyrir skáldsöguna Bráð. Þættinum lýkur svo á viðtali við skáldið og þýðandann Garibalda sem nýlega sendi frá bókina Fuglar í búri sem inniheldur 68 ljóð eftir þrjátíu og eitt bandarískt ljóðskáld af afrískum uppruna. Garibaldi les þýðingu sína brot úr ljóði Roberts Haydens "Miðleiðin" og ljóðið Lexía eftir Caille T. Dungy. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir