Dagur ljóðsins
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum flytur Anton Helgi Jónsson þrjú ljóð sem hann birti á vef sínum í dag, á alþjóðlegum degi ljóðsins 21. mars. Þá var rætt við þær Hrefnu Haraldsdóttur framkvæmdastjóra Íslenskrar bókmenntamiðstöðvar og Guðrúnu Vilmundardóttur um bókmenntakaupstefnurnar allar sem hafa fallið niður á síðustu vikum. Einnig heyrast brot úr fyrirlestrum sem þau Hildur Knútsdóttir rithöfundar og Sævar Helgi Bragason fluttu á Ráðstefnu um barna - og ungmennabókmenntir í Gerðubergi þann 7. mars síðastliðinn. Að lokum rýnir Halla Þórlaug Óskarsdóttir í tvær bækur, Kjarval eftir Margréti Tryggvadóttur og Vigdís, fyrsti konuforsetinn eftir Rán Flygenring.