Börn og ungmenni, Farangur og réttlæti
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Bækur fyrir börn og ungmenni sem eiga sviðið í þættinum. Rætt er við þær Dröfn Vilhjálmsdóttur skólabókavörð í Seljaskóla og formann Ibby á Íslandi og Ragnheiði Gestsdóttur höfund ótal barna og ungmennabóka um barnabókaútgáfu nýliðins árs. Ragnheiður hefur á allra síðustu árum einnig sent frá sér bækur ætlaðar fullorðnum og segir frá þeim í þættinum. þetta eru Úr myrkrinu (2019) og Farangur sem er tilnefnd til Blóðdropans, verðlauna Hins íslenska glæpafélags 2021. Þórunn Rakel Gylfadóttir heimsækir þáttinn og segir frá frumraun sinni ungmennabókinni Akam, ég og Annika sem er bæði tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna - og ungmennabóka. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson