Bókmenntaárið 2021

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í þættinum er farið yfir það sem okkur þótti sérstakt á bókmenntaárinu sem nú er liðið og jafnvel líka vegvísandi fyrir hið nýbyrjaða ár. Jaðarsetning, undirokun, aðskilnaður og kerfisbundin mismunun voru í forgrunni bókmennta árið 2021. Það heyrðust brestir í veggjum og nýjar og fjölbreyttar raddir fengu að heyrast í gegnum skáldskapinn. Þeldökk stúlka steig á stokk við innsetningarathöfun nýs forseta Bandaríkjanna, grænlenskur rithöfundur hlaut í fyrsta sinn Bókmenntaverðlaun norðurlandaráðs, innflytjendur á Íslandi óðu fram á ritvöllinn og til landsins streymdi einnig fjölbreyttur hópur rithöfunda og átti í lifandi samræðu við bókmenntaáhugafólk á Íslandi. Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson