Bækur stríð af margvíslegum toga
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Í þættinum er rætt við palestínsk/íslenska rithöfundinn Mazen Maarouf en þýðing Ugga Jónssonar á smásagnasafni hans Brandarar fyrir byssumennina kom út í síðustu viku. Þá er rætt við líklega yngsta eiganda bókaforlags á landinu sem er Tanja Rasmussen sem á og rekur bókaforlagið Kallíópu sem hóf starfsemi árið 2016 og gaf út sína fyrstu bók í ágúst 2017 og hefur síðan sent frá sér tvær bækur til viðbótar. Í þættinum er rætt við höfund fyrstu bókarinnar sem Kallíópa gaf út en það er skáldsagan Skotheld eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur.