24.11.2018

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Í bókmenntaþættinum Orð um bækur er fjallað um ævintýri og ævintýralegar bækur, spjallað við furðusagnarithöfunda og þjóðfræðinga. Í þættinum er rætt við Alexander Dan, Emil Hjörvar Petersen og Naomi Novik, rithöfunda sem best eru þekktir fyrir skrif á furðusögum, sögum sem flétta minnum þjóðsagnanna saman við nútímafantasíur. Einnig er rætt við Bryndísi Björgvinsdóttur um nýútgefna bók sína um álfahefðina og hvernig álfatrú hefur markað íslenskt samfélag og byggð á landinu. Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.