20.09.2021
Orð um bækur - A podcast by RÚV
Categories:
Hugað er að handritasafnaranum Þormóði Torfasyni sem Bergsveinn Birgisson hefur nýlega sagt frá í verki sínu Mannen fra Middelalderen eða Manninum frá miðöldum og nýrri skáldsögu sem von er á úr smiðju Bergsveins seinna í haust. Umsjónarmaður ræðir við Bergsvein um bæði verkin og Bergsveinn les jafnframt upp úr skáldsögunni Kolbeinsey sem bókaútgáfan Bjartur gefur út fyrir jól. Tilnefningar Finna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2021 verða kynntar og lesarar þau Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir lesa brot úr skáldsögunni Bolla eftir Pajtim Statovci og ljóðasafninu Autofiktiv dikt av Heidi von Wright eftir Heidi von Wright í þýðingu umsjónarmanns. Heidi von Wright heyrist lesa upp úr verkinu Autofiktiv dikt av Heidi von Wright en upptakan er fengin af síðu forlagsins Schildts & Söderströms. Brot úr laginu Love again af breiðskífunni Future Nostalgia í flutningi Bresk-Albönsku tónlistarkonunnar Dua lipa er flutt í þættinum ásamt titillaginu úr leiksýningunni Vertu úlfur í flutningi Emiliönu Torrini. Þættinum lýkur á stuttri umfjöllun um þær sex skáldsögur sem dómnefnd Booker verðlaunanna tilkynnti nýlega að hefðu ratað á svokallaðan stuttlista þeirra. Umsjónarmaður þáttarins er Marta Guðrún Jóhannesdóttir og lesarar með henni þau Rúnar Freyr Gíslason og Þórhildur Ólafsdóttir. Tæknimaður er Úlfhildur Eysteinsdóttir.