04.09.2022

Orð um bækur - A podcast by RÚV

Categories:

Orð um ljóð friðar, frelsis og eilífðar og tvær ólíkar skáldsögur um tíma. Í þættinum er rætt við Draumeyju Aradóttur um nýja ljóðabók hennar Varurð og Draumey les tvö ljóð úr bókinni. Ljóðið Eldgos og ljóðið Ský á fótum Þá er í þættinum rætt við Tore Leifer menningarritstjóra á P1 danska útvarpsins um verkin sem Danir tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Þetta eru þrjú bindi af áætluðu 7 binda verki eftir Solvej Balle Om udregning af et rumfang og Adam í Paradís, skáldsaga um listamanninn Kristian Zahrtman eftir Rakel Haslund-Gjerrild. Tore segir frá upplifun sinni af bókunum tveimur, innihaldi þeirra og stíl sem og frá viðtökum þeirra í Danmörku. Þá er Tore spurður út í áhuga á Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Danmörku nú þegar 60 ár eru liðin frá því verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn, árið 1962. Lesarar: Björn Sigbjörnsson og Viktoría Hermannsdóttir Umsjónarmaður Jórunn Sigurðardóttir Tæknimaður: Markús Hjaltason