48. Baldur Rafn "Metró maðurinn er orðinn miðaldra"

Einmitt - A podcast by Einar Bárðarson

Categories:

Baldur Rafn Gylfason hárgeiðslumeistari og eigandi Bpro heildsölunnar. Baldur var einn þeirra sem lagði grunn af innreið "Metró mannsins" til Íslands upp úr aldamótum. Metró maðurinn leyfði sér meira en bara ljósabekki og strípur til að hressa upp á útlitið. Metró maðurinn notaði líka snyrtivörur, krem og hárvörur sem ekki var algengt á þeim tíma. Nú er Metró maðurinn orðinn miðaldra og nú er hann að takast á við hækkandi kollvik, lélegan hvirfil, bauga og hrukkur. Baldur Rafn er gestur í nýjasta þættinum af Einmitt hlaðvarpi Einars Bárðarsonar og í þættinum fara þeir um víðan völl og vopna metró manninn inn í miðaldra slaginn.