Kvíði og foreldrahlutverkið: ,,Þessi hálftími sem ég hélt að hann væri dáinn hafði svo mikil áhrif á mig.“

Þórunn & Alexsandra halda áfram frá seinasta þætti og ræða hvernig þær geta breytt hugarfari sínu til að gera erfiða hluti aðeins bærilegri. Þær opna sig um kvíða sem tengist foreldrahlutverkinu, erfiðum fæðingum og framtíðinni og hvernig þær tækla hann svo hann hafi lítil áhrif á daglegt líf þeirra og barnanna. Þær fara djúpt og ræða rót kvíðans og hvernig þær eru ákveðnar að vinna í honum fyrir framtíðina. ÞOKAN er í boði Bioderma. 

Om Podcasten

Bestu vinkonurnar Þórunn Ívars og Alexsandra Bernharð ræða um móðurhlutverkið og fara þær yfir allt frá getnaði til meðgöngu, fæðingar og dagsins í dag ásamt því að fá til sín skemmtilega gesti. ÞOKAN er í boði Fruitfunk, Bestseller og Nespresso.