Kynning
North - A podcast by Tómas Ævar Ólafsson
Categories:
Þann 19. september næstkomandi opnar sýningin Norðrið í Listasafni Árnesinga og stendur hún opin til 20. Desember. Sýningin sameinar listamenn frá Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi sem munu bjóða uppá einstök verk um landslag, landlist og umhverfisstefnu. Listaverk sem glíma við þá óþægilegu staðreynd að náttúran eins og við þekkjum hana er að breytast. Að gefnu tilefni býður Listasafn Árnesinga uppá hlaðvarp í þremur þáttum um sýninguna. Í fyrsta þætti hlaðvarpsins gefst hlustendum færi á að kynnast listamönnum sýningarinnar og verkum þeirra, í öðrum þætti verður síðan kíkt við á opnun sýningarinnar, rætt við sýningarstjóra og safnstjóra og farið í eins konar sýndar-skoðunarferð um rýmið. Og í síðasta þættinum verður svo rætt við þrjá rithöfunda sem koma að sýningunni og varpa þær ljósi á þessar miklu umhverfisbreytingar sem eru að eiga sér stað á norðurslóðum ásamt því að velta fyrir sér sérstöðu listarinnar í stóru umræðunni um loftslagsmál. Þættirnir munu birtast í podcast appinu og á spotify og fer fyrsti þáttur í loftið föstudaginn 18. September.