25. Samsæri og Lögregluklúður vol. I
Morðaforði - A podcast by Morðaforði
Spennið sætisólar og hækkið í tækjunum, það er kominn Morðaforða Miðvikudagur!!Bjórinn sem við smökkuðum var hin grjótharða Úlfrún frá Borg og hún var alveg ýlfrandi góð. Þessi þáttur er með aðeins öðruvísi sniði þar sem Stella sökkti sér ofan í hyldýpið sem málið í kringum horbjóðinn hann Marc Dutroux er. Þetta er hyldýpi sem virðist vera botnlaust og því talaði Stella svolítið mikið en örvæntið eigi, Lára kemur sterk aftur til leiks í næstu viku með annan háklassa viðbjóð. Ekki gleyma að elska friðinn og strjúka kviðinn, og endilega deilið (m)orðinu, fylgið okkur sem víðast og gefið okkur stjörnur, ást og góða strauma þegar það á við. Við sendum það svo margfalt tilbaka á ykkur. Heyrumstumst!facebook.com/mordafordiinstagram.com/mordafordi