Þáttur 8 - Ísland

Velkomin í þennan lokaþátt af Með Verbúðina á heilanum. Til að reyna að loka hringnum fékk ég til mín þau Gísla Örn, Nínu Dögg og Björn Hlyn til að ræða við mig um gerð þáttanna, atvik og söguna, ásamt vangaveltum um framtíðina.

Om Podcasten

Í þáttunum Með Verbúðina á heilanum ætlum við að kafa örlítið dýpra í ýmis mál og atburði sem tengjast þáttunum sjálfum. Við skyggnumst einnig á bakvið tjöldin og heyrum frá fólkinu sem gerði þættina, allt frá búningahönnuðum til leikstjóra og leikara. Þættirnir koma út strax að loknum útsendingu í sjónvarpinu og framlengja ferðalagið aftur til þess tíma þegar kvótinn var ákveðinn og bæjarfélög reyndu hvað þau gátu að tryggja sér bita af kökunni. Umsjón: Atli Már Steinarsson