Þáttur 7 - Kóngar og drottningar

Í þessum næst síðasta þætti af Með verbúðina á heilanum, fæ ég til mín Björn Jónsson skipstjóra til að ræða tíðarandann á þessum tíma, framsalið á kvótanum og margt fleira. Það er óhætt að segja að þar sé á ferðinni tæpitungulaus kennslustund frá reynslubolta. En áður en við vindum okkur í það skyggnumst við á bakvið tjöldin með kvikmyndatökumanni þáttanna Hrafni Garðarssyni. Umsjón: Atli Már Steinarsson

Om Podcasten

Í þáttunum Með Verbúðina á heilanum ætlum við að kafa örlítið dýpra í ýmis mál og atburði sem tengjast þáttunum sjálfum. Við skyggnumst einnig á bakvið tjöldin og heyrum frá fólkinu sem gerði þættina, allt frá búningahönnuðum til leikstjóra og leikara. Þættirnir koma út strax að loknum útsendingu í sjónvarpinu og framlengja ferðalagið aftur til þess tíma þegar kvótinn var ákveðinn og bæjarfélög reyndu hvað þau gátu að tryggja sér bita af kökunni. Umsjón: Atli Már Steinarsson