Þáttur 6 - Í öfugum nærbuxum

Með Verbúðina á heilanum - Hlaðvarp - A podcast by RÚV

Categories:

Velkomin í þennan sjötta þátt af Með verbúðina á heilanum, ég heiti Atli Már Steinarsson og nú fer að styttast í annan endan hjá okkur. Í þættinum í þetta skiptið ætlum við að spá aðeins í sambandi Hörpu og Gríms með Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur sálfræðingi og kynlífsráðgjafa. Eiga þau séns eða er þetta bara allt saman búið? Hvernig kemur maður til baka eftir framhjáhald? Stórt er spurt. En áður en við vöðum í það ætlum við að ræða aðeins tónlistina í Verbúðinni. Ég fékk til mín tónskáld þáttanna, þau Herdísi og Kjartan og við fórum yfir hvernig það er að búa til tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp ásamt því að kafa dýpra í hljóðheim Verbúðarinnar. Umsjón: Atli Már Steinarsson