Þáttur 5 - Maður ársins

Velkomin í þennan fimmta þátt af Með verbúðina á heilanum, ef þið eruð eins og ég tók síðasti þáttur töluvert á ykkur. Það er áframahaldandi veisla framundan þar sem ég ræði við Kristínu Júllu, sem er yfir öllum gervum í þáttunum, Gunna Árna hljóðmann Verbúðarinnar og einnig hljóðmann í Hemma Gunn fyrstu 5 árin og svo Björn Emilsson, þann sem fékk hugmyndina að Á tali með Hemma Gunn og aðilann sem heyrði í Hemma hlæjandi í útvarpinu og velti fyrir sér hvort þetta væri ekki rétti maðurinn í starfið. Umsjón: Atli Már Steinarsson

Om Podcasten

Í þáttunum Með Verbúðina á heilanum ætlum við að kafa örlítið dýpra í ýmis mál og atburði sem tengjast þáttunum sjálfum. Við skyggnumst einnig á bakvið tjöldin og heyrum frá fólkinu sem gerði þættina, allt frá búningahönnuðum til leikstjóra og leikara. Þættirnir koma út strax að loknum útsendingu í sjónvarpinu og framlengja ferðalagið aftur til þess tíma þegar kvótinn var ákveðinn og bæjarfélög reyndu hvað þau gátu að tryggja sér bita af kökunni. Umsjón: Atli Már Steinarsson