Þáttur 3 - Ráðabrugg

Velkomin í þriðja þátt af Með Verbúðina á heilanum. Í þætti dagsins ætla ég að tala við Hilmar Snorrason skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna sem veit meira en flest um sögu okkar íslendinga á sjó en áður en við heyrum meira um það allt saman þá lá beinast við að tala við brellumeistara þáttanna Davíð Jón Ögmundsson um hvernig þau fóru að því að láta Sveppa missa hendina ásamt öðrum töfrum sem við tökum kannski ekki eftir þegar við horfum. Umsjón: Atli Már Steinarsson

Om Podcasten

Í þáttunum Með Verbúðina á heilanum ætlum við að kafa örlítið dýpra í ýmis mál og atburði sem tengjast þáttunum sjálfum. Við skyggnumst einnig á bakvið tjöldin og heyrum frá fólkinu sem gerði þættina, allt frá búningahönnuðum til leikstjóra og leikara. Þættirnir koma út strax að loknum útsendingu í sjónvarpinu og framlengja ferðalagið aftur til þess tíma þegar kvótinn var ákveðinn og bæjarfélög reyndu hvað þau gátu að tryggja sér bita af kökunni. Umsjón: Atli Már Steinarsson