Wayne Static X - Metal Saga

Leikfangavélin - A podcast by Atli Hergeirsson

Categories:

Í miðri þriðju bylgju COVID faraldursins er lítið um gestagang í vélarúmi Leikfangavélarinnar. Þessi þáttur er því „sóló“ þar sem við kynnum okkur Bandarísku sveitina STATIC-X og þá sérstaklega söngvara þeirra, sjálfan Wayne Static. STATIC-X sem sendu frá sér frumburð sinn, hina stórgóðu plötu Wisconsin Death Trip árið 1999 gáfu út sína sjöundu breiðskífu sumarið 2020. Það er meira að segja von á þeirri áttundu líka sem er í raun stórmerkilegt..... „út af dottlu“. Frábært band sem við gerum góð skil ásamt fullt af tónlist í bland. Metall og fyrsta flokks iðnaðarrokk úr Leikfangavélinni í þetta skiptið. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.