Markelsbræður
Leikfangavélin - A podcast by Atli Hergeirsson
Kvikmyndagerðamennirnir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson sem saman mynda tvíeykið Markelsbræður eru gestir þáttarins. Þeir eru mennirnir sem gerðu hina vinsælu og bráðfyndnu gamanmynd „Síðasta veiðiferðin“. Við skyggnumst á bakvið tjöldin við gerð hennar ásamt mun fleiru til en Markelsbræður hafa gert fjölmargar aðrar myndir. Þar má finna sumar afar áhugaverðar heimildamyndir eins og „Lónbúann“, „Trend Beacons“ og hina mögnuðu „Feathered Cocaine“ en við gerð þeirrar síðastnefndu fundu þeir "doltið" sem allir voru að leita að en enginn vildi svo þegar uppi var staðið. Upphafið af samstarfinu þeirra, allar myndirnar og gagnrýnin ásamt ISIS og Al-Qaeda í þessum afar fróðlega þætti.
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.