Jónsmessa #1 - Næntísið

Leikfangavélin - A podcast by Atli Hergeirsson

Categories:

Það er gott að breyta til. Við hefjum því þennan fimmta árgang Leikfangavélarinnar á nýjum lið sem við skulum kalla "Jónsmessu". Ég fékk til liðs við mig Jón Agnar Ólason tónlistarspekúlant með meiru og saman förum við í þessari fyrstu Jónsmessu í gegnum næntís áratuginn og hvað hann hafði að geyma. Jón lagði áhersluna á gleymd 90's bönd á meðan ég tók fyrir nokkra valda einsmellunga úr ýmsum áttum frá sama tíma. Það má segja að næntísið hafi verið áratugurinn þar sem rokkið varð „mainstream“. Margt af því sem kom þá fram er enn í gildi, annað hefur fallið í gleymsku þrátt fyrir vinsældir og/eða gæði. Sumt er þess virði að grafa upp, en annað má moka yfir á ný. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.