Haraldur F. Gíslason og 25 ára gamalt Drullumall

Hafnarfjarðarsveitin Botnleðja var stofnuð með það að markmiði að vinna Músíktilraunir árið 1995 sem gekk svo eftir. Að launum fengu þeir nokkra tíma í hljóðveri þar sem þeir tóku upp sína fyrstu skífu, Drullumall. Átján mánuðum síðar voru þeir komnir á tónleikaferð um Bretland ásamt Blur. Halli trommari Botnleðju kíkti í Leikfangavélina og rifjaði upp Drullumallið ásamt öðru frá Botnleðju árunum. Þá kemur Pollapönkið við sögu, Eurovision og reyndar svo margt fleira. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Om Podcasten

Leikfangavélin er hlaðvarp sem hóf göngu sína haustið 2019 og er í umsjón Atla Hergeirssonar. Tónlist, tónlistarfólk, hljómsveitir, umfjallanir og viðtöl, íslenskt og erlent. Fróðleikur, skemmtun og afþreying. Bara að það sé tónlist (með örfáum undantekningum þó). Finnið Leikfangavélina einnig á Facebook og smellið endilega í eins og eitt "like". Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.