Carol Kaye - The first lady of bass guitar

Leikfangavélin - A podcast by Atli Hergeirsson

Categories:

Ef þú hefur einhvern tíma heyrt tónlist þá hefur þú hlustað á Carol Kaye. Hún er fædd árið 1935 og hefur verið einn af þeim fremstu bassaleikurum í sögu rokksins í meira en 50 ár. Þetta er bassaleikarinn sem menn hringdu í þegar fara átti í plötuupptökur, bassalínur hennar, grúvið og sándið er engu líkt. Session bassaleikari, "Hired gun". Þvílíkur ferill og ævistarf hjá Carol. The Beach Boys, Elvis Presley, The Doors, Sonny & Cher, Nancy Sinatra, Frank Sinatra, Tina Turner, Joe Cocker og margir fleiri. Ofan á þetta hefur hún meira að segja einnig spilað inn á eina íslenska plötu. Ég fer hér yfir líf og feril Carol Kaye og fæ einnig til mín Jakob Frímann Magnússon mér til aðstoðar. Geggjuð hún Carol.


See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.