Bein Leið með KK
Leikfangavélin - A podcast by Atli Hergeirsson
KK kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf þegar platan Lucky One kom úr árið 1991. Þessi fyrsta plata hans lagði svo sannarlega grunninn að glæsilegum tónlistarferli hans sem ekki sér fyrir endan á enn þann dag í dag, sem betur fer. Ári síðar, eða 1992 kom svo út platan Bein Leið sem er plata þessa þáttar. KK mætti í stúdíó Leikfangavélarinnar einn morgun í febrúar 2021 og við hlustuðum saman á plötuna, ræddum hana og komum víða við. Sannkölluð gæða stund með KK. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.