Baldvin Z & uppgjörið
Leikfangavélin - A podcast by Atli Hergeirsson
Til þess að hjálpa mér við uppgjör þáttanna fékk ég góðan mann með mér sem er jafnframt minn helsti gagnrýnandi. En auðvitað þar sem hann var mættur í studio þá förum við hér einnig yfir feril hans í tónlist, enda tónlistarmaður að norðan, en eins og dyggir hlustendur vita þá fjallaði fyrsta þáttaröðin einmitt um það. Hann er reyndar í dag þekktastur fyrir leikstjóraferil sinn enda okkar fremsti maður þegar kemur að leikstjórastólnum. Þetta er sjálfhverfur þáttur þar sem tónlistarsaga gestar míns er samofinn minni eigin. Gestur minn í þessum þætti er nefnilega einn af mínum betri vinum og var ég því ekkert viss hvort að ég myndi gefa út þáttinn sökum skyldleika ferils okkar í tónlist. En við prófuðum að taka upp þáttinn og útkoman er mjög skemmtileg þannig að mér er óhætt að kynna hér gest lokaþáttar, sjálfan Baldvin Z. Hér förum við yfir feril hans frá því hann stofnaði sína fyrstu hljómsveit og til dagssins í dag. Einnig tökum við að sjálfsögðu aðeins á kvikmyndagerðinni sem á auðvitað hug hans allan í dag.
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.