Kviknar - Leyniskjölin

Extra langur og spennandi þáttur sem er kjörinn til hlustunar í tveimur pörtum nema þú hafir góðan tíma. Fyrst er rætt við Írisi Tönju leikkonu og Hildi Rós kennaranema sem segja frá erfiðri og auðveldri meðgöngu. Í seinni hluta talar Elve Björk sálfræðingur um líkamsímynd og virðingu á meðgöngu og í kjölfarið fræðir Sigga Dögg kynfræðingur okkur um kynlíf á þessu tímabili og mikilvægi sjálfsfróunar. Ég hvet ykkur til að heyra í þeim og þeirra mikilvægu skilaboðum.

Om Podcasten

Í hlaðvarpinu Kviknar fjallar Andrea Eyland um fæðingar frá ýmsum sjónarhornum, fær gesti í hljóðverið sem deila reynslusögum og talar við sérfræðinga.