Heillaspor, Norður og Barnamenningarhátíð

Krakkavikan - A podcast by RÚV

Categories:

Í þessum lokaþætti vetrarins kynnum við okkur tvær bækur og heyrum lag Barnamenningarhátíðar í ár. Heillaspor - Gildin okkar er ný bók fyrir ungt fólk og fjölskyldur sem fjallar um gildi eins og gleði, þakklæti, vináttu, hugrekki og fleiri sem geta nýst til að leggja grunn að betra lífi. Bókin er skrifuð af Gunnari Hersveini og Helgu Björgu Kjerúlf og myndlýst af Heru Guðmundsdóttur. Í Krakkakiljunni segir Sölvi Þór bókaormur frá áhugaverðri bók sem kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Hún fjallar um stelpu í samtímanum sem lendir í óvæntum atvikum sem tengjast norrænni goðafræði. Barnamenningarhátíð er hafin en hún stendur yfir í allt sumar með viðburðum um alla borg. Lag hátíðarinnar í ár var samið af Euro-stjörnunni okkar, Daða Frey í samstarfi við krakka í fjórðu bekkjum grunnskóla Reykjavíkur. Tónlist: Hvernig væri það? - Daði Freyr Gestir: Helga Björg Kjerúlf, einn höfundur Heillaspora Sölvi Þór Jörundsson, bókaormur Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal