6. Ásta Þöll Gylfadóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga hjá Reykjavíkurborg

Konur í tækni - A podcast by Vertonet - samtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi

Categories:

Í þessum þætti bjóðum við velkomna Ástu Þöll Gylfadóttur. Eftir að hafa lokið meistaraprófi í Digital Design & Communication í Danmörku tók Ásta við starfi verkefnastjóra í nýsköpun og stafrænum miðlum hjá Borgarbókasafninu árið 2016. Tveimur árum seinna tók hún við starfi ráðgjafa í stafrænni umbreytingu hjá Advania en færði sig til Reykjavíkurborgar árið 2021 þar sem hún gegnir í dag starfi sem teymisstjóri stafrænna leiðtoga. Í þættinum ræða Hildur og Ásta m.a. um: Leið Ástu frá skapandi geira yfir í tækniþróun og leiðtogahlutverk Stafrænar umbreytingar og hvað þær geta falið í sér Hönnunarspretti og vinnustofur Vörustjórnun og verkefnastjórnun og muninn þar á Í þættinum minnist Ásta á þrjár bækur:  The Change Maker's Playbook: How to Seek, Seed and Scale Innovation in Any Company The Intrapreneur - The Key to Innovation: How to lead the Dreamers Who Do Drive: The Surprising Truth About What Motivates Us Þátturinn er í boði Geko - Specialists in Innovation Talent