4. Rósa Munda Sævarsdóttir, bakendaforritari hjá Lucinity

Konur í tækni - A podcast by Vertonet - samtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi

Categories:

Í þessum þætti bjóðum við velkomna Rósu Mundu Sævarsdóttur. Rósa Munda hóf feril sinn sem forritari fyrir rúmum 20 árum og hefur starfað bæði hér á landi og í Danmörku. Hún vann hjá Meniga frá árinu 2013 en hóf störf hjá Lucinity árið 2020. Í þættinum ræða Hildur og Rósa Munda m.a. um Hvernig það þróaðist að Rósa Munda varð bakendaforritari Starfsárin í Danmörku og muninn á fyrirtækjum þar og hér á landi Mistök, hvernig hægt er að nálgast þau og vaxa Vöruþróunarteymi og hvernig þau geta unnið og verið sjálfstæð Hver ástæðan gæti verið fyrir háu brottfalli kvenna úr starfi forritara Hvernig hægt er að vinna sig „upp“ án þess að hafa mannaforráð Hvernig starf forritara fer með þriðju vaktinni Í lok þáttarins eru tvær bækur nefndar: Inspired og Empowered eftir Marty Cagan Þátturinn er í boði Geko - Specialists in Innovation Talent